top of page
Main-03.jpg

LOFTGÆÐAMÆLINGAR INNANDYRA

Ef þú veist ekki

Til að vita hvort loftgæði eru léleg þarf að mæla þau. Skyndiprófun eða tímabundin prófun hefur fram að þessu verið algengasta aðferðin við eftirlit með loftgæðum innandyra. Verð á loftgæðamælum og almennt á mælabúnaði fyrir slíkar rannsóknir hefur fram að þessu verið óhóflega hátt og tækin að auki hafa verið verið flókin í notkun og viðhaldi.

 

Þessi nálgun hefur einnig haft margþætta ókosti í för með sér vegna þess hversu takmarkaðar mælingar hún leyfir. Að fá sérfræðinga sem koma með búnað til að mæla í sólahring eða nokkra daga og skrifa svo skýrslu eru úreltar aðferðir. Núllpunkts vitneskja á einum sólarhring segir lítið um heildarástand yfir árið, því aðstæður eru stöðugt að breytast. 

 

Á undanförnum árum, eftir því sem einfaldari og hagkvæmari loftmælingar hafa verið kynntar (af Kaiterra og öðrum fyrirtækjum), hefur þróunin eðlilega færst í átt að stöðugu eftirliti. 

Stöðug vöktun

Með stöðugri vöktun nota fyrirtæki, stofnanir og skólar loftgæðamæla sem settir eru upp út um allt í byggingum til að safna gögnum stöðugt allan sólarhringinn. Þannig verður til heildarmynd af ástandi bygginga og rauntíma sýnileiki. Núverandi ástand loftgæða í skólastofum, á skrifstofum kennara eða í hvaða rými sem talið er æskilegt að vakta liggur fyrir. Ólíkt skyndiprófum sem eru gerð nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar, fer þessi tegund af vöktun fram stöðugt í bakgrunni, sem gerir stjórnendum og rekstraraðilum kleift að fylgjast með gögnunum og finna frávik eða hagræðingartækifæri í rekstrinum. 

Kiosk View - 1.webp

GÖGNIN ERU MIKILVÆGUST

Þegar kemur að því að mæla loftgæði innandyra er í fyrstu mikilvægt að búnaðurinn sé einfaldur, skilvirkur og nákvæmur. Síðan er úrvinnsla gagnanna, annars vegar rauntíma notkun til að bregðast við ef grípa þarf inni og hins vegar úrvinnsla gagna til lengri tíma. Circula hefur samið við Kaiterra sem er fremsta fyrirtæki á sviði mælinga innandyra um samstarf varðandi mælingabúnað fyrir verkefnið Loftgæði 2.0 

Hér fyrir neðan má sjá hluta af þeim upplýsingum sem hægt  er að vinna með. 

Screenshot 2025-01-20 153220.png

SÉRFRÆÐIÞEKKING KAITERRA

Circula nýtur þess að hafa aðgang að einstakri sérfræðiþekkingu í mælingum á loftgæðum. Hvort sem markmið er að bæta loftgæðin innandyra, ná vottunum á byggingar, hámarka afköst bygginga eða skapa heimsklassa vinnustaðaupplifun, þá njótum við sérfræðiþekkingar frá Kaiterra. Þau aðstoða við að koma kerfum á, fá innsýn í hvert og eitt tilfelli því engin bygging er eins og síðast en ekki síst, fá áþreifanlegar niðurstöður til að vinna með.

Loftgæði innandyra hafa veruleg áhrif á vitræna virkni nemenda, líðan og frammistöðu í námi.

Kaiterra White-logo-email.webp

  Minni veirusmit

  Bætt mæting nemenda

  Ánægðara starfsfólk

  Betri heilsa og vellíðan

  Betri námsárangur

  Minni orkukostnaður

MÆLITÆKIN

Hér að neðan er stutt lýsing á helstu tækjum sem Circula býður frá Kaiterra. Við þorum að fullyrða að enginn framleiðandi hefur sambærilegn búnað, hvorki vélbúnað né hugbúnað. Þetta hentar fyrir flestar gerðir almennra bygginga en Circula leggur áherslu á skólabyggingar á öllum stigum og aðra almenna vinnustaði eins og skrifstofur. 

SENSEDGE GO

Hvað er Sensedge Go?
Sensedge Go er þráðlaus, rafhlöðuknúinn loftgæðamælir til notkunar innandyra, hannaður til notkunar í vinnuumhverfi. Tekur einungis eina múnútu í uppsetningu. Enginn loftgæðamælir sambærilegur. Rafhlöður geta enst í allt að 8 ár með því að nota Adaptive Sampling™ tækni sem er í bið um einkaleyfi. 

Her að neðan er stutt lýsing á þeim breytum (parameters) sem Sensedge Go mælir. 

Skoðum fyrst stutt myndbönd til að sjá hvernig Sensedge Go virkar. 

01

Sensedge Go Demo: Allt sem þú þarft að vita.

02

Meiri fróðleikur um eininga hönnun eða - modular design - Kaiterra. 

03

Kaiterra Web App Demo: Skoðaðu kraftinn í gögnunum sem Sensedge Go safnar. 

Hér að neðan er stutt lýsing á þeim breytum (parameters) sem Sensedge Go mælir. ​

  PM1

Mjög fínt svifryk, sem er 0,1 µm til 1 µm í þvermál getur svifið um í loftinu í marga daga, jafnvel vikur. Slíkt svifryk hefur beinan aðgang inn í öndunarfæri fólks. 

VOCs

Rokgjörn lífræn efnasambönd (VOCs) finnast í ýmsum vörum sem gufa auðveldlega upp og berast út í umhverfið við venjulegar aðstæður innandyra.

  CO (kemur fljótlega)

Litlaust, lyktarlaust gas sem getur verið banvænt í miklum styrk.

Hlutfallslegur raki

Að viðhalda jafnvægi rakastigs hjálpar til við að koma í veg fyrir mygluvöxt og lágmarkar óþægindi í öndunarfærum.

  Notkun 

Aðallega notað til að greina nær-veru fólks í rými, sem getur haft áhrif á loftgæði með því að auka magn CO₂, raka og hugsanlega VOC.

  PM2.5

Fínt svifryk, þvermál minna en 2,5 µm. Þessi stærð af svifryki er einn þriðji af stærð blóðkorns svona til að setja í samhengi. Við öndun fer það beint inn í öndunarfæri.

  CO2

Mikið magn af þessu lyktarlausa gasi getur bent til lélegrar loftræsingar og leitt til syfju, höfuðverks og skertrar vitrænnar frammistöðu.

  Óson  (kemur fljótlega)

Hvarfgjarnt gas sem getur valdið öndunarerfiðleikum og haft vond áhrif á þá sem eru með lungnasjúkdóma fyrir.

  Ljósstyrkur

Styrkur ljóss í umhverfinu, mældur í lúxus, hefur áhrif á sýnileika, þægindi og almenna vellíðan.

  Loftþrýstingur

  PM10

Svifryk, þvermál minna en 10 µm. Svifryk, PM10 og minna, kemst inn í öndunarfæri manna.

  NO2 (kemur fljótlega)

Köfnunarefnisdíoxíð ertir lungu manna og dýra, er talið að langvarandi álag á lungu af völdum NO2 geti valdið lungnaskemmdum síðar á ævinni.

  Hitastig

Þægindastig og skilvirkni hita- og kælikerfa eru undir áhrifum af hitastigi, sem hefur einnig áhrif á skynjun einstaklinga á loftgæðum.

Ljósrof (light spektrum)

Fjöldi bylgjulengda í ljósi, þar á meðal náttúrulegar og gervi uppsprettur, hefur áhrif á skap, svefnmynstur og augnheilsu.

Breytingar á loftþrýstingi geta haft áhrif á þægindi og öndun einstaklinga og skilvirkni loftræsi-kerfis til að viðhalda stöðugu innilofti.

bottom of page