
Rank®, var stofnað árið 2010 sem spin-off frá rannsóknar og þróunardeild Jaume I de Castellón háskólans á Spáni.
Þar hafði þróun á Organic Rankine Cycle (ORC) tækninni verið í gangi um tíma. Þetta er tækni til að nýta orku úr lághita sem skilgreindur er öllu jafna sem lægri hiti en 150°C og framleiða rafmagn. Þetta getur verið jarðhiti, eða glatvarmi frá iðnaði s.s. úr heitum vökva, gufu eða loftkendu efni (gasi) á iðnaðarskala.
Svo var það árið 2014 að tekin var ákvörðun um að framleiða líka háhita-varmadælur High Temperature Heat Pumps (HTHPs). Þær geta unnið með hita frá 60°C og hitað upp í 140°C. Þessar varmadælur vinna einnig með jarðhita, eða glatvarma frá iðnaði og það getur verið heitur vökvi, gufa eða loftkend efni (gas) einnig á iðnaðarskala.
Mikill vöxtur er um allan heim og vakning í því að nýta glatvarma, sem er ódýrasta orka sem hægt er að ná í og í flestum tilfellum einnig sú umhverfisvænasta.

Endurheimt orku & betri nýting lághita
Nýta má raforku á Íslandi mun betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.5 TWst á ári, eða sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar.
Þetta kemur fram í skýrslu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslags-ráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun og skilaði í október 2023.
Skýrslan er fyrsta heildstæða greining sinnar tegundar á bættri orkunýtni hér á landi. Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á umfang tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og auka vitund um og skilning á orkunýtni.
Orkunýtni, sparnaður og endurheimt glatvarma er ein af meginstoðum orkustefnu Ísland, um sjálfbæra orkuframtíð.
Endurheimt orka er ódýrasta orka sem hægt er að fá. Falin orkusóun er mjög víða og stjórnendur fyrirtækja og stofnanna allt of oft ómeðvitaðir um það.
Fram kemur í skýrslunni að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 GWst. Stór tækifæri sé einnig að finna í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku (178 GWst), og endurnýtingu glatvarma frá iðnaði (357 GWst)
Það er mikilvægt að endurheimta orku!

Circula býður meðal annars búnað frá Rank® til þess að framleiða raforku úr lághita með ORC tækni og varma-dælum eins og fram kemur á þessari síðu.
Einnig er í boði varmaskiptar frá sænska fyrirtækinu ENJAY sem endurvinnur allt að 68% orkunnar í formi glatvarma úr heitum, menguðum útblæstri frá atvinnu-húsnæði.
Möguleikar eru á að nýta búnaðinn frá Rank® og ENJAY saman til framleiðslu á raforku úr mengaðri gufu. Sjá nánar um ENJAY hér.
Rank® – Organic Rankine Cycle (ORC)
Rank® ORC búnaðurinn er hannaður fyrir það að nota lághita sem orkugjafa. Það er gert með því að nota hverfla í ORC hringrás, sem framleiðir raforku og nothæfan hita, með tilheyrandi efnahagslegum og umhverfislegum ávinningi. Sjá má nánar hvernig tæknin vinnur í myndbandinu hér fyrir neðan.
Rank® – High Temperature Heat Pumps - Varmadælur
Rank® HP einingar nýta lághita sem hitagjafa (endurnýjanlegan glatvarma eða jarðhita) til að framleiða hærri hita (>100°C). Með nýtingar stuðli upp á milli 3 og 4 ("coefficient of performance COP,") er möguleiki á verulega efnahagslegum og umhverfislegum ávinningi.
Átak í leit og nýtingu jarðhita
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur kynnt átakið Jarðhiti jafnar leikinn. Um er að ræða stærsta jarðhitaátak sem farið hefur verið í hér á landi á þessari öld. Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á árunum 2025-2028.
Áhersla verður lögð á stuðning við nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Verður við styrkveitingar m.a. horft til þess að nokkur þekking sé þegar til staðar á jarðhita viðkomandi svæðis og að vísbendingar séu um að finna megi heitt vatn sem hægt sé að nýta beint inn á hitaveitu, eða volgt vatn í nægilegu magni svo nýta megi á miðlæga varmadælu á svæðum.

Í máli ráðherra kom fram að Ísland sé í einstakri stöðu þegar komi að nýtingu jarðhita. Yfir 90% heimila hafi aðgang að hitaveitu sem nýtir jarðhita til húshitunar, eftir standi hins vegar tæplega 10% heimila landsins sem nota þurfi aðrar leiðir til húshitunar.
„Það er rándýrt, óhagkvæmt og ósanngjarnt og við þurfum að ná þessu hlutfalli hratt niður á næstu árum. Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila þar sem hann er mestur, en ekki síður létta kostnaði af fyrirtækjunum, af sveitarfélögum og grunnþjónustu, skólum og hjúkrunarheimilum, á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Mikilvægt sé að jafna leikinn með jarðhita. Það sé stefna núverandi stjórnar og að stiginn verði stærri skref í þessum efnum en áður hafa verið stigin á þessari öld.
- - - - - - - - - - - - - - -
Rank® ORC og HP búnaður er einmitt hannaður til að takast á við lágvarma jarðhita. Bæði er hægt að nota ORC búnaðinn til að framleiða rafmagn úr lághitavatni en nýta engu að síður sama vatn til upphitunar, allt eftir eðli og þeim hita sem fyrir liggur á viðkomandi svæð. HP varmadælurnar geta hins vegar bústað upp of lágan hita til margskonar notkunar. Til að fræðast meira um Rank® þá er hlekkur á heimasíðu fyrirtækisins hér.
Ef þið eruð að velta fyrir ykkur nýtingu lágvarma endilega hafið samband og við ásamt sérfræðingum Rank® getum farið í forkönnun um nýtingu og viljum gjarnan fara í samstarf um möguleikana.